30.07.2021

Sóttvarnir á Reykjalundi frá 3. ágúst

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi.

Vonandi hafið þið sem allra flest náð að njóta sumarsins.

Eins og okkur öllum er kunnugt um, er Covid ekki horfið úr daglegu lífi okkar Íslendinga og því þurfum við aftur að búa við ýmsar takmarkanir í daglegu lífi og starfi þegar við mætum til vinnu eftir sumarhlé, þriðjudaginn 3. ágúst.

Vikuna 3.-6. ágúst mætir starfsfólk og sjúklingar á Reykjalund eins og til stóð fyrir sumarhlé.

  • Alger grímuskylda í húsinu, þetta á bæði við um starfsfólk, sjúklinga og aðra sem eiga erindi inn á Reykjalund.
  • Starfsfólk nýti fjarfundi eins og hægt er, til dæmis teymisfundi.
  • Sjúklingar og starfsfólk eru beðið um að gæta þess að blandast sem allra minnst milli deilda og forðast öll óþarfa bein samskipti.
  • Matsalur er tvískiptur milli sjúklinga og starfsfólks. Sjúklingar borða í matsalnum sjálfum en starfsfólk í Helgafelli (speglasal). Starfsfólki og sjúklingum er skipti í þrjá hópa eins og var á tímabili í vetur og gætir þess vandlega að mæta á sínum tíma og blandast ekki hópum sem hefur verið úthlutað öðrum tíma.
  • Miðgarður er í sumarhléi til 9. ágúst og verða reglur um Miðgarð kynntar í næstu viku.
  • Hlein: Aðeins nánstu aðstandendur mega koma í heimsókn og þeir þurfa að bera grímur. Nánari reglur verða gefnar út í næstu viku.

Því miður er það svo að allt stefnir í tvískiptingu á starfsemi Reykjalundar frá og með mánudeginum 9. ágúst. Nánari upplýsingar verða gefnar út í lok dags, miðvikudaginn 11. ágúst, meðal annars fyrir Miðgarð.

Munum öll að halda í heiðri almennum sóttvörnum eins og fjalægðarmörkum, grímuskyldu og sprittun.
Ekki mæta til vinnu ef einkenni eru til staðar.
Fara í skimun ef einkenni koma fram.
Virkja rakningarapp almannavarna sem hægt er að nálgast í öllum snjallsímum.

Annars óska ég ykkur góðrar verslunarmannahelgar!

Pétur Magnússon
Forstjóri

Til baka