08.07.2021

Blómaró á Reykjalundi

Kristján Andri Jóhannsson, nemandi í landslagsarkítektúr gerði í sumar umhverfislistaverk í skóginum fyrir ofan Reykjalund og gaf Reykjalundi það. Verkið heitir Blómaró og kemur til þar sem Kristjáni Andra finnst blómlegir sælureitir í skógum Mosfellsbæjar mættu gjarnan vera fleiri. Hann setti verkið upp í byrjun júní í samvinnu við okkur og er markmiðið að skapa lítið svæði sem er blómlegt og náttúrulegt og veiti gangandi aukna hugarró og vellíðan. Verkefnið er styrkt að Mosfellsbæ.

Kristján Andri hefur nú afhent verkið formlega til Reykjalundar og voru það Pétur forstjóri og Helgi, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs sem tóku við verkinu.

Við hér á Reykjalundi þökkum Kristjáni Andra kærlega fyrir og hvetjum sem flesta til að kíkja á verkið og njóta, en það er staðsett rétt ofan við efsta bílastæðið.

Til baka