23.06.2021

Gjafir til Reykjalundar frá SLS

 

 

Á dögunum færðu Samtök lungnasjúklinga Reykjalundi tvo vandaða vinnustóla og lífsmarkamæli. Stólarnir eru með stillanlegum örmum, baki og setu. Stólarnir auka öryggi þeirra sem í þeim sitja og létta daglegt líf þeirra. Lífsmarkamælirinn mælir púls, mettun, blóðþrýsting og öndunartíðni. Hann er af fullkomnustu gerð og mikilvægur til að fylgjast með lífsmörkum svo hægt sé að meta hvort eigi að þyngja eða létta álag við þjálfun sjúklinga.

Meðfylgjandi mynd er af stjórn SLS og starfsmönnum Reykjalundar og var tekin við afhendinguna.

Stjórnendur og starfsfólk Reykjalundar senda Samtökum lungnasjúklinga sínar bestu þakkarkveðjur.

Til baka