11.06.2021

Þórunn Hanna fyrirlesari á Norrænu málþingi um málstol

Í gær fór fram norrænt málþing um málstol á netinu. Þingið átti upphaflega að fara fram á Íslandi en vegna heimsfaraldursins var þetta netráðstefna að þessu sinni.  Þrír Íslendingar voru með fyrirlestra og þeirra á meðal var Þórunn Hanna Halldórsdóttir forstöðutalmeinafræðingur á Reykjalundi. Hún var með fyrirlesturinn ,,Speech Entrainment in Broca´s Aphasia: A case study” þar sem hún sagði frá áhugaverðum niðurstöðum í meðferð hér á Reykjalundi. Vel yfir 1.000 þátttakendur voru á málþinginu og því heiður fyrir okkur á Reykjalundi að eiga einn af fyrirlesurunum.

Til baka