01.06.2021

Reykjalundur hlýtur styrki til gæða-nýsköpunarverkefna

Heilbrigðisráðuneytið veitir styrki til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu og fyrir árið 2021 var sérstök áhersla lögð á verkefni sem nýtast heilbrigðisþjónustunni í kjölfar heimsfaraldurs. Verkefnin þurfa að hafa skýran ávinning fyrir heilbrigðisþjónustuna og þann hóp sem þjónustan beinist að og vera í samræmi við heilbrigðisstefnu til 2030. Alls barst 21 umsókn og var ákveðið að veita 13 verkefnum styrk að þessu sinni.

Gæðaráð sótti um styrk fyrir verkefnið „Innleiðing á þjónustukönnun“ og fékk styrk að upphæð kr. 985.000 kr. Ábyrgðarmaður verkefnis er Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður gæðaráðs.

Iðjuþjálfar sóttu einnig um styrk fyrir verkefnið „Iðjuseðill – meðferðarapp“ og fékk styrk að upphæð 800.000 kr. Ábyrgðarmaður verkefnis er Hrefna Óskarsdóttir, sviðstjóri Iðjuþjálfunar á Verkjasviði.

Styrkirnir verða afhentir á viðburði heilbrigðisráðuneytis á nýsköpunarviku þann 1. júní kl. 14-16. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Landspítala sem sendir hann út í streymi á vef sínum. Þar verður heiti verkefnisins lesið upp ásamt stuttri lýsingu og styrkupphæð tilgreind. Styrkhafar verða því ekki viðstaddir viðburðinn sjálfan.

Yfirskrift viðburðar Heilbrigðisráðuneytisins er Heilbrigðisþjónusta nýrra tíma - Þróun heilbrigðisþjónustu á tímum breytinga og er dagskráin eftirfarandi:

  • Setningarávarp: Svandís Svarvarsdóttir heilbrigðisráðherra
  • Atferlisþjálfun ungmenna (Beanfee verkefnið): Helgi Karlsson
  • Öðruvísi göngudeildarþjónusta, Covid göngudeildin: Runólfur Pálsson
  • Teymisvinna í göngudeildarþjónustu, Eiríksstaðir og brjóstamiðstöðin: Lilja Stefánsdóttir
  • Landspítalaappið, stuðningur við sjúkling í sjúkrahúslegunni: Arnar Þór Guðjónsson
  • Meðvera í Heilsuveru, skráning á eigin sjúkrasögu: Kristín Skúladóttir og Guðrún Auður Harðardóttir
  • Fjarheilbrigðislausnir á Austurlandi: Guðjón Hauksson
  • Afhending styrkja heilbrigðisráðuneytis til 13 nýrra gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu
  • Ráðstefnulok. Fundarstjóri er Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri

Nánar má lesa um viðburðinn hér:
https://www.nyskopunarvikan.is/event/heilbrigdisthjonusta-nyrra-tima

og  á hlekknum hér fyrir neðan má dagskrá Nýsköpunarviku í heild sinni:
https://www.nyskopunarvikan.is/dagskra

Til baka