12.05.2021

Glæsilegar gjafir til Reykjalundar!

Það var ánægjuleg stund hér á Reykjalundi í morgun þegar við fengum formlega afhentar glæsilegar gjafir frá Kaupmannasamtökum Íslands fyrir milligöngu Hollvinasamtaka Reykjalundar og er verðmæti gjafanna um 3,5 milljónir króna.

Gjafapakkinn inniheldur þrjú þrekhjól, tvö fullbúin sjúkrarúm, fjögur verkjameðferðartæki, fjóra lífsmarkamæla og tvö hugbúnaðarleyfi fyrir taugasálfræðileg möt ásamt einni fartölvu. Þessi búnaður var sérstaklega valinn í samráði við starfsfólk og er þegar farið að koma sér mjög vel í mikilvægu endurhæfingarstarfi Reykjalundar. Meðfylgjandi mynd var einmitt tekin við afhendinguna.

Starfsfólk Reykjalundar sendir Hollvinasamtökunum og Kaupmannasamtökunum góðar kveðjur og bestu þakkir fyrir hlýhug í garð Reykjalundar og þeirra sem þurfa á þjónustu Reykjalundar að halda.

Til baka