04.05.2021

Konungsheimsókn 1956

12. apríl 1956, þriðji og síðasti dagur konungsheimsóknar Friðriks IX til Íslands.

"Frá Háskóla Íslands var haldið að Reykjalundi þar sem konungshjónin skoðuðu starfsemina og ræddu við starfsfólk og vistmenn staðarins. Samkvæmt Ólafi Gunnarssyni fannst konungshjónunum Reykjalundur áhugaverður staður og hafði eftir Ingiríði drottningu að Danir gætu lært af starfseminni. Konungshjónin urðu mjög hrifin af Reykjalundi og voru þar um hálftíma lengur en ráð var gert fyrir sem olli því að tímasetning dagskrárinnar riðlaðist aðeins."
Heimild: Gestur og gestgjafi, Ritgerð til BA prófs, HÍ 2011; Áslaug L.B. Gunnarsdóttir.

Á myndinni má m.a. sjá Friðrik IX Danakonung, Ingiríði drottningu, Ásgeir Ásgeirsson forseta, Dóru Þórhallsdóttur forsetafrú. Hægra megin á myndinni sjást glæsilegir stólar sem voru sérsmíðaðir fyrir Reykjalund í tilefni konungsheimsóknarinnar.Þeir prýða nú anddyri Reykjalundar í félagsskap myndverks Leifs Breiðfjörð frá 1978 sem ber heitið Máttur viljans.

"Konungshjónin dönsku í heimsókn hjá vinnuheimili SÍBS á Reykjalundi í Mosfellssveit. Oddur Ólafsson yfirlæknir kynnir starfsemina á Reykjalundi fyrir gestunum. Merking: „Heimsókn dönsku konungshjónanna til Íslands 1956.“ Á bakhlið stimpill: Photo: Pétur Thomsen."
Heimild: sarpur.is

Til baka