21.04.2021

Nýr hjúkrunarstjóri lungnateymis

Góðan dag!

Það tilkynnist að Jónína Sigurgeirsdóttir sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun hefur verið ráðin sem hjúkrunarstjóri í lungnateymi Reykjalundar frá 1. maí að telja. Jónína hefur langan starfsferil hér á Reykjalundi og hafa áherslur hennar verið lengst af á sviði lungnasjúkdóma og lungnasjúklinga. Hún tekur við starfi af Guðbjörgu Pétursdóttur sem hverfur til annarra starfa innan stofnunarinnar. Við bjóðum Jónínu velkomna til starfa og þökkum Guðbjörgu góð störf á liðnum árum.

Kveðja,
Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Til baka