24.03.2021

Starfsemi Reykjalundar fram að páskum - dagdeildir lokaðar frá og með 25. mars!

Ágæta samstarfsfólk,

Vegna breyttra sóttvarnarreglna sem kynntar voru á blaðmannafundi ríkisstjórnarinnar fyrir stundu þykir, okkur í framkvæmdastjórn Reykjalundar leitt að tilkynna eftirfarandi:


Starfsemi Reykjalundar tekur breytingum í samræmi við sóttvarnarreglur.

Frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021 gildir að:

  • Dagdeildir eru lokaðar sjúklingum. Verið er að hafa samband við sjúklinga vegna þessa.
  • Miðgarður starfar áfram þar til annað verður ákveðið.
  • Starfsemi Hleinar verður óbreytt.
  • Gisting lokar frá og með 25. mars.
  • Heilsurækt lokar frá 25. mars til amk 15. apríl.

Starfsmenn mæta til vinnu 25. mars og 26. mars og sinna verkefnum sínum eins og hægt er. Starfsmenn haldi sig á sínum starfsstöðvum og lágmarki ferðir um húsið.
Þá vinnudaga sem eftir eru fram að páskum nýtum við til að skipuleggja starfið eftir páska en markmiðið er að koma dagdeildum í gang með einhverjum hætti eins fljótt og hægt er.

Matsalur verður opinn fyrir starfsfólk, amk 25. og 26. mars.

Heilsurækt fyrir starfsfólk er lokuð til 15. apríl.

 

Nánari upplýsingar verða sendar út á morgun.

Til baka