17.03.2021

Viðræður í gangi um áframhald endurhæfingu eftir Covid

Eins og komið hefur fram í fréttum í dag standa nú yfir viðræður Reykjalundar við Sjúkratryggingar Íslands um áframhaldandi endurhæfingu sjúklinga sem glíma við langvarandi sjúkdómseinkenni eftir Covid. Þó Reykjalundur vilji sannarlega gera allt fyrir þennan hóp fólks þarf að gæta þess að það komi ekki niður á þjónustu við aðra hópa sjúklinga sem bíða eftir að komast á Reykjalund og hafa jafnvel beðið lengi. Því eru viðræður í gangi við Sjúkratryggingar Íslands um að bæta tímabundið við plássum hér á Reykjalundi fyrir sjúklinga sem fengið hafa Covid. Um leið og niðurstöður liggja fyrir í þessum viðræðum verður það kynnt.

Visir.is
https://www.visir.is/g/20212085791d/stodva-tima-bundid-inn-lagn-ir-nyrra-sjuk-linga-i-end-ur-haef-ingu

Mbl.is
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/17/timabundid_hle_a_endurhaefingunni/

Til baka