02.03.2021

Stöð2 og visir.is fjalla um hugmynd að miðstöð ráðgjafar og stuðnings vegna Covid á Reykjalundi

Í fréttum Stöðar2 í gærkvöldi og visir.is, var stutt viðtal við Hans Jakob Beck lungnalækni hér á Reykjalundi um hugmynd að samhæfðri miðstöð ráðgjafar og stuðnings vegna langvinnra afleiðinga Covid sem gæti alveg verið hér á Reykjalundi. Þessi miðstöð væri að breskri fyrirmynd en rúmlega 40 slíkar stöðvar voru settar þar upp fyrir áramótin.

Viðræður standa nú yfir við Sjúkratryggingar um málið en þetta hefur bæði verið kynnt stuttlega fyrir heilbrigðisráðherra og einnig félags- og barnamálaráðherra.

Hér er tengill á fréttina:
https://www.visir.is/g/20212079601d/vilja-stofna-mid-stod-a-reykja-lundi-fyrir-folk-med-eftir-kost-eftir-co-vid

Til baka