02.02.2021

Starfslok Magnúsar Pálssonar og nýr forstöðufélagsráðgjafi

Þau merku tímamót urðu í síðustu viku að Magnús Pálsson félagsráðgjafi óskaði eftir að láta af störfum. Magnús, sem undanfarna mánuði hefur verið í leyfi, er einn þeirra starfsmanna sem hafði lengstan starfsaldur á Reykjalundi, en hann hóf störf árið 1983 eða fyrir 37 árum. Hann hefur á þessum tíma tekið virkan þátt í þróun starfseminnar hér á Reykjalundi ásamt því að leiða störf félagsráðgjafa á staðnum. Auk þess hefur hann tekið að sér fjölda trúnaðarstarfa fyrir Reykjalund. Við viljum þakka Magnúsi kærlega fyrir að helga megnið af starfsævinni staðnum og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Framkvæmdastjórn hefur í kjölfar þessara tíðinda gengið frá ráðningu Sveindísar Önnu Jóhannsdóttur sem forstöðufélagsráðgjafa frá og með deginum í gær.

Sveindísi óskum við til hamingju með nýja hlutverkið.

Til baka