22.12.2020

Jólatónleikar á Hlein

Það var glatt á hjalla hjá íbúum okkar á Hlein á styðsta degi ársins þegar jólatónleikar fóru fram. Þar sem ansi margt er óvenjulegt þessi jólin ákvað Reykjalundur að bjóða íbúum og starfsfólki á Hlein upp á sérstaka jólatónleika, sem af sóttvarnarástæðum voru haldnir utandyra.

Pétur, forstjóri Reykjalundar ávarpaði gesti í léttum dúr og svo tók stuðboltinn Jón Sigurðsson við og hélt uppi fjörinu.

Hann söng og spilaði jólalög og ýmsa sígilda smelli í bland, þar sem flestir voru duglegir að taka undir og koma sér í jólaskapið. Íbúar og starfsfólk á Hlein senda öllum bestu jóla-stuðkveðjur!

Til baka