18.12.2020

Starfsaldursviðurkenningar 2020

Starfsaldursviðurkenningar voru afhentar í vikunni eins og tíðkast hefur. Að þessu sinni voru það fimm starfsmenn sem fengu úr í tilefni af 20 ára starfsafmæli á Reykjalundi. Það voru þau Andri Þór Sigurgeirsson, Arnbjörg Guðmundsdóttir, Harpa Ásdís Sigfúsdóttir, Inga Hrefna Jónsdóttir og Ingunn Hulda Guðmundsdóttir. Afhendingin var þó með töluvert öðru sniði en undanfarin ár. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Óskar Jón Helgason hittu þau ýmist í anddyrum eða utandyra til að færa þeim úrin eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Við óskum þeim öllum til hamingju með áfangann!

Til baka