04.12.2020

Jólabasar iðjuþjálfunardeildar á netinu

Jólabasar iðjuþjálfunardeildar verður með öðru sniði þetta árið.

Í ár verður netsala á heimasíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is, á meðan byrgðir endast.Myndir af vörum eru sýnishorn og eingöngu hægt að velja ákveðið eintak þegar varan er sótt.

Ýmislegt er í boði svo sem snjókarlar, jólasveinar, vörubílar, dúkkuvagnar, laufabrauðshlemmar og fuglagjafahús.
Fólk greiðir fyrir vöruna á netinu og sækir hana í inngang starfsendurhæfingar á milli 11-15 virka daga.
Því miður er ekki hægt að senda vöruna.

Til baka