10.11.2020

Tilkynning um meðferðarhlé á Reykjalundi til 18. nóvember

Til starfsfólks, sjúklinga og annarra velunnara Reykjalundar,

Undanfarin misseri hefur Covid-veiran náð að setja verulega mark sitt á hefðbundna starfsemi Reykjalundar.

Þar sem ennþá er töluverður hópur starfsmanna í sóttkví og vegna strangra fjöldatakmarkanna í samfélaginu í tengslum við smitvarnir, er mjög erfitt að halda uppi daglegri starfsemi.

Núverandi sóttvarnarráðstafanir Almannavarna eru í gildi til þriðjudagsins 17. nóvember.

Framkvæmdastjórn Reykjalundar hefur ákveðið að almenn göngu- og dagdeildarþjónusta Reykjalundar verði lokuð til þess dags. Sólarhringsdeildin Miðgarður verður einnig lokuð til mánudagsins 16. nóvember en starfsemi á Hlein verður óbreytt.

Þessa dagana stendur yfir sótthreinsun á öllu húsnæði Reykjalundar en húsnæðið verður sótthreinsað af utanaðkomandi ræstingafyrirtæki. Næstu dagar verða notaðir til að skerpa á sóttvarnarhólfum og skilgreina starfsemina í samræmi við sóttvarnarreglur, þannig að hægt sé að halda úti starfsemi næstu vikur í samræmi við sóttvarnarreglur.

Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þessar tafir á meðferð kunna að valda sjúklingum en öryggi og sóttvarnir verða að vera ofar öllu öðru um þessar mundir.

Ástandið er sannarlega erfitt fyrir okkur öll en nú ríður á að standa saman og koma okkur út úr þeim stormi sem nú gengur yfir Reykjalund og annars staðar í samfélaginu.

Við munum gera það með glæsibrag!

Til baka