10.11.2020

Bakvarðasveit Reykjalundar stofnuð

Viltu vera með?

Reykjalundur hefur ákveðið að stofna Bakvarðasveit. Leitað er til heilbrigðisstarfsfólks og annarra, til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði, meðan Covid-faraldurinn gengur yfir samfélagið. Óskað er eftir liðsinni úr hópi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem og nema í þessum greinum, en aðrir sem telja sig geta aðstoðað eru líka vel þegnir ef á þarf að halda. Viðkomandi yrði þá beðinn að taka tímabundnar vaktir á deildinni samkvæmt nánara samkomulagi. Vonandi þarf Reykjalundur þó ekki að grípa til bakavarðasveitar en reynslan hefur sýnt að það gæti gerst, auk þess sem Reykjalundur hefur ekki aðgang að bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Reykjalundar mun halda utan um skráningu en boð um að vera í bakvarðasveit Reykjalundar má alltaf draga til baka án skýringar.

Öllum er velkomið að skrá sig, líka starfsfólki annarra eininga Reykjalundar en Miðgarðs.

EF ÞÚ VILT SKRÁ ÞIG Í BAKVARÐASVEIT REYKJALUNDAR, VINSAMLEGAST HAFÐU SAMBAND VIÐ GUÐBJÖRGU GUNNARSDÓTTUR MANNAUÐSSTJÓRA, gudbjorg[hjá]reykjalundur.is

Til baka