30.10.2020

Þjóðarspegilinn í dag

Þjóðarspegilinn er í dag, 30. október.

Þjóðarspegilinn er ráðstefna í félagsvísindum, sem haldinn er ár hvert við Háskóla Íslands. Í rúma tvo áratugi hefur ráðstefnan verið vettvangur fyrir fræðilega umræðu um það sem efst er á baugi á sviðinu. Í ár verður ráðstefnan rafræn þar sem málstofur verða fluttar í rauntíma í gegnum fjarfundarbúnað. Á heimasvæði hverrar málstofu verða upplýsingar um erindi og krækjur á upptökur og Zoom fyrirlestra.

Félagsráðgjafardeild á að sjálfsögðu sína fulltrúa sem flytja erindi í eftirfarandi málstofum:

Ásta Snorradóttir og Ólöf Júlíusdóttir: Kynbundinn munur á afleiðingum og viðbrögðum við kynferðislegri áreitni á íslenskum vinnustöðum
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/vinna-lidan-og-jafnretti/

Guðný Björk Eydal: Mikilvægi velferðarþjónustu á tímum vár
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/covid-19-og-felagsthjonustan/

Guðný Björk Eydal, Ingólfur V. Gíslason og Tómas B. Bjarnason: : COVID og kynjajafnrétti
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/islenskar-leidir-ad-kynjajafnretti/

Guðný Björk Eydal: Hvernig skipta foreldrar með sér umönnun barna á 21. öld?
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/islenskar-leidir-ad-kynjajafnretti/

Halldór Sig. Guðmundsson og Ásthildur Sturludóttir: Áskoranir og úrlausnir í öldrunarþjónustu vegna COVID-19
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/covid-19-og-felagsthjonustan/

Halldór Sig. Guðmundsson: Fjölbreytileiki gagnreynds vinnulags (EBP)
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/gagnreynt-og-gagnlegt-vinnulag/

Hervör Alma Árnadóttir: Beiting gagnreynds vinnulags í velferðarþjónustu
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/gagnreynt-og-gagnlegt-vinnulag/

Sigrún Harðardóttir, Ingibjörg Karlsdóttir og Alex B. Stefánsson: Betri undirbúningur í kennaranámi og faglegur stuðningur er grunnur að farsælli skólagöngu barna
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/studningur-vid-born-med-namsordugleika/

Guðrún Helga Andrésdóttir, Sigrún Harðardóttir, Snædís Gerður Hlynsdóttir og Kolbeinn Stefánsson: Árangursmat PEERS námskeiða í félagsfærni
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/studningur-vid-born-med-namsordugleika/

Sigrún Júlíusdóttir, Kristín Lilliendahl og Sveindís A. Jóhannsdóttir: Faghandleiðsla- þróunarverkefni
https://thjodarspegillinn.hi.is/event/gagnreynt-og-gagnlegt-vinnulag/

Hvetjum öll til að kíkja við og hlýða á skemmtileg og áhugaverð erindi!

Facebook viðburður Þjóðarspegilsins  https://www.facebook.com/events/979682409196785

Til baka