13.10.2020

Nýr kynningarbæklingur um Reykjalund

Gefinn hefur verið út nýr og glæsilegur kynningarbæklingur um Reykjalund og er bæklingurinn litprentaður í A4 broti. Hann er hugsaður fyrir sjúklinga, gesti, nema og annað áhugafólk um Reykjalund, sem getur kynnst starfseminni með stuttum textum og fallegum myndum. Fjöldi aðila hér innan húss kom að gerð bæklingsins en eins og gefur að skilja er aldrei hægt að fjalla um allt í starfseminni eða sýna myndir af öllu. Þetta verða því alltaf sýnishorn.

Gaman er að segja frá því að  í leiðinni bjuggum við til nýtt myndasafn sem notað verður í kynningarstarfi um Reykjalund og allir geta nýtt sér. Það er Sandra Ösp, ritari framkvæmdastjórnar sem hafði umsjón með gerð bæklingsins og verður ykkur innan handar ef ykkur vantar myndir. Þar sem nokkur kostnaður er við gerð kynningarbæklings af þessu tagi er gott að fram komi að hann er að öllu leiti fjármagnaður með auglýsingum. Bestu þakkir til Söndru og allra annara sem komu að gerð bæklingsins og vonandi verður hann bæði til gagns og gamans.

Bæklingnum verður dreift um húsið á næstunni en ef ykkur vantar bæklinga eða hafið frekari spurningar, endilega snúið ykkur til Söndru.

Til baka