16.09.2020

Fyrsta bókin um handleiðslu komin út á íslensku

Nýlega kom út fyrsta bókin á íslensku um handleiðslu. Bókin heitir Handleiðsla til eflingar í starfi og er Sveindís Anna Jóhannsdóttir félagsráðgjafi hér á Reykjalundi einn af aðstandendum bókarinnar. Háskólaútgáfan gefur út bókina og Dr. Sigrún Júlíusdóttir sá um ritstjórn. Sveindís og Kristín Lillendahl voru meðal þeirra sem sátu í ritnefnd bókarinnar en alls komu 17 fagaðilar með margvíslegan bakgrunn að ritun hennar svo bókin er sannarlega þverfagleg. Engin önnur en Alma D. Möller, landlæknir, skrifaði aðfaraorðin.

Sveindís færði Reykjalundi eintak að gjöf sem þeir Pétur Magnússon og Óskar Jón Helgason tóku við.

Bókin fæst í öllum betri bókabúðum og sérstakt tilboðsverð í forsölu er kr. 4.900 með heimsendingargjaldi.

Starfsmenn sem vilja fá eintak Reykjalundar lánað geta gert það með því að hafa samband við ritara framkvæmdastjórnar, Söndru Ösp.

Til baka