25.06.2020

Gjöf frá Sjálfsvörn, Reykjalundardeild SÍBS

Þann 10. júní 2020 afhenti Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir formaður Sjálfsvarnar, Báru Sigurðardóttur forstöðuiðjuþjálfa, gjafabréf fyrir 10 rafdrifna hægindastóla í fræðsluherbergi iðjuþjálfunardeildarinnar. Verðmæti stólanna er um 2 milljónir króna. Gjöfin kemur að góðum notum þar sem hægindastólar í fræðsluherbergi voru orðnir gamlir og slitnir.

Reykjalundur þakkar Sjálfsvörn kærlega fyrir veglega gjöf.

Til baka