02.06.2020

Meistaraprófsverkefni í sjúkraþjálfun á Reykjalundi

Þann 26. maí síðastliðinn vörðu nemendur í sjúkraþjálfun meistaranámsverkefni sín við Háskóla Íslands. Þar af voru þrjú verkefni sem unnin voru á  Reykjalundi undir umsjón og leiðsögn starfsmanna þar í náinni samvinnu við námsbraut í sjúkraþjálfun við Læknadeild Háskóla Íslands.

  1. Validation of the Icelandic version of the MiniBESTest. A cross-sectional study. Nemandi: Bjartey Helgadóttir. Leiðbeinendur: Dr. Marta Guðjónsdóttir og Andri Þór Sigurgeirsson MS. Prófdómari: Dr. Bergþóra Baldursdóttir
  2. Reliability of the Icelandic version of The Mini Balance Evaluation Systems Test (Mini-BESTest). Nemandi: Selma Margrét Reynisdóttir. Leiðbeinendur: Dr. Marta Guðjónsdóttir og Sif Gylfadóttir MS. Prófdómari: Dr. Bergþóra Baldursdóttir
  3. Endurhæfing fyrir einstaklinga með langvinna lungnateppu. Notagildi hámarksþolprófs sem matstæki. Nemandi: Sóldís Lilja Benjamínsdóttir. Leiðbeinendur: Dr. Marta Guðjónsdóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir BS. Prófdómari: Dr. Ólöf Ragna Ámundadóttir

Öll verkefnin eru afar mikilvægt innlegg í stöðuga þróun á starfsemi  Reykjalundar. Nemendurnir munu kynna niðurstöður sínar á árlegum Vísindadegi Reykjalundar sem að þessu sinn verður þann 20. nóvember  2020.  


Á myndinni eru nemendurnir þrír, umsjónarkennari, leiðbeinendur og prófdómarar.
Frá vinstri: Marta, Helga, Sóldís, Sif, Selma, Andri, Bjartey, Ólöf og Bergþóra.

Til baka