26.03.2020

Reykjalundur verður bakhjarl Landspítala

Reykjalundur býðst til að vera bakhjarl Landspítala á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. Á Reykjalundi verða 26 sjúkrarúm á tveim deildum, Miðgarði og deild B2 sem breytt verður úr dagdeild í legudeild. Samkomulag um verklag vegna flutnings sjúklinga frá Landspítala var undirritað í dag og hægt verður að taka á móti sjúklingum strax. Þeir sjúklingar sem flytjast á Reykjalund hafa lokið bráðameðferð á Landspítala en þurfa að dvelja lengur á spítala vegna sjúkdóms síns. Sjúklingar verða í fyrstu innritaðir á Miðgarð en síðan verður deild B2 tekin í notkun þegar þörf krefur.

Starfsfólk Reykjalundar er boðið og búið að takast á við ný verkefni á þessum erfiðu tímum, breyta vinnutíma sínum og endurskipuleggja vinnufyrirkomulag.

Til baka