24.03.2020

Lokun dag- og göngudeilda vegna COVID-19

Í samræmi við hertar reglur heilbrigðisráðherra vegna COVID-19 faraldursins frá 23. mars, hefur dag- og göngudeildum Reykjalundar verið lokað um óákveðinn tíma.

Ákvörðun um þetta var tekin að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og Sjúkratryggingar Íslands.

Útskrifaðir sjúklingar hafa fengið ráðgjöf og leiðbeiningar eftir því sem við á og boðið er upp á eftirfylgd símleiðis eftir þörfum.

Starfsemi á Hlein er óbreytt. Heimsóknarbann á Hlein og Reykjalund hefur verið gildi frá 6. mars þar til annað verður ákveðið.

Aukinn viðbúnaður er á legudeild Reykjalundar, Miðgarði, í því skyni að geta tekið við fleiri sjúklingum af Landspítala og minnkað álag þar.

Til baka