09.03.2020

Vegna smithættu COVID-19 veirunnar

Í ljósi vaxandi smithættu COVID-19 veirunnar innanlands hefur framkvæmdastjórn ákveðið frekari aðgerðir í því augnamiði að minnka líkur á smiti innan veggja Reykjalundar.

Í fyrsta lagi að minnka streymi fólks inn á Reykjalund.
Heimsóknarbann á Miðgarð og Hlein er í gildi frá því sl. föstudag. Þá verður heilsuræktin lokuð almenningi um óákveðin tíma. Kynningarfundum og öðrum hópfundum verður sömuleiðis frestað.

Í öðru að minnka líkur á smiti milli fólks á Reykjalundi.
Endurskoðað verður fyrirkomulag matarskömmtunar í matsal og heilsurækt starfsmanna hætt tímabundið. Starfsemi í líkamsræktarsal verður endurskoðuð með það í huga að jafna aðsókn og gera starfsfólki kleyft að sinna sóttvörnum með þrifum. Þá verður öll hópmeðferð endurskoðuð í því skyni að lágmarka smithættu.

Í þriðja lagi að vernda þá sem eru á áhættuhópum vegna undirliggjandi sjúkdóma.
Farið verður yfir hvaða sjúklingar falla undir þær skilgreiningar og hvort eða hvernig meðferð verði framhaldið. Þá verður innköllunum þeirra sem eru í áhættuhópi frestað um sinn.

Til baka