06.01.2020

Vísindagrein um heilsuhagfræðileg áhrif verkjameðferðar á Reykjalundi

Í janúar hefti Læknablaðsins er grein um heilsuhagfræðileg áhrif verkjameðferðarinnar á Reykjalundi. Fyrsti höfundur er Magnús Ólason fyrrverandi yfirlæknir á verkjasviði og síðar framkvæmdastjóri lækninga. Aðrir höfundar eru  Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari, Rúnar H. Andrason sálfræðingur, Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur og Hlín Kristbergsdóttir doktorsnemi í sálfræði.

Greinin heitir „Heilsuhagfræðilegt mat á þverfaglegri verkjameðferð á Reykjalundi. Ein króna í endurhæfingu - átta til baka“. Niðurstöðurnar sýna að verkjameðferðin skilar árangri varðandi færni, verki og sálfélagslegar afleiðingar þeirra. Eins að heilsuhagfræðilegur ávinningur af meðferðinni er verulegur þar sem kostnaður skilar sér áttfalt til baka til samfélagsins. Greinina í heild sinni má lesa í Læknablaðinu.

Til baka