02.12.2019

Nýir yfirlæknar

Karl Kristjánsson hefur verið ráðinn yfirlæknir hjartasviðs frá 1. desember. Karl lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Gautaborg 2002 um áhættuþætti hækkaðs blóðþrýstings. Hann er með sérfræðileyfi í heimilislækningum og endurhæfingarlækningum. Karl hefur starfað á Reykjalundi frá 2004 í ýmsum teymum en undanfarin ár á hjartasviði og göngudeild.

Karl Reynir Einarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir geðheilsusviðs. Hann stundaði sérnám í Bretlandi 2004 – 2007 og er með sérfræðileyfi í geðlækningum. Karl Reynir hefur starfað á Íslandi að námi loknu á geðdeildum Sjúkrahússins á Akureyri og  Landspítala, en einnig sem sjálfstætt starfandi geðlæknir á stofu og í heilsugæslu. Hann mun hefja störf á Reykjalundi þann 1. febrúar nk.

Til baka