09.05.2018

Parkinsonsteymið fékk höfðinglega gjöf

Parkinsonsteymi taugasviðs Reykjalundar hefur fengið að gjöf æfingatækið FITLIGHT Trainer™ frá aðila sem kýs að láta ekki nafns síns getið. Þetta tæki er búnaður sem inniheldur m.a. átta ljós með hreyfiskynjara og er ætlaður til að þjálfa snerpu, styrk, jafnvægi o.fl. Reykjalundur hefur aldrei átt tæki af slíkum toga. Þetta er því spennandi viðbót við þjálfunartæki staðarins og er ljóst að það getur nýst mörgum í endurhæfingu.

Parkinsonsteymið og Reykjalundur þakka fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Nánari upplýsingar um tækið má finna á heimasíðu FITLIGHT Trainer™.

Til baka