05.10.2017

Gjöf til taugasviðs Reykjalundar

Síðastliðinn föstudag tóku Guðrún Karlsdóttir læknir og Svava Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur á Taugasviði Reykjalundar á móti höfðinglegri peningagjöf frá Flensborgarskóla. Skólinn stendur fyrir Flensborgarhlaupinu árlega og ágóði af því rennur til ákveðins málefnis hverju sinni. Núna ákváðu þau að styrkja Taugasvið Reykjalundar með áherslu á endurhæfingu ungs fólks með ákominn heilaskaða. Við þökkum þeim kærlega fyrir þessa frábæru gjöf sem mun gefa okkur tækifæri til að kaupa tæki og búnað sem okkur vantar til hugrænnar endurhæfingar.

Til baka