10.04.2017

Samtök lungnasjúklinga gáfu Reykjalundi gjöf

Samtök lungnasjúklinga gáfu lungnateymi Reykjalundar tvo súrefnismæla annar fór til iðjuþjálfunar og hinn til hjúkrunar. Afhending tækisins fór fram fimmtudaginn 06.mars. Viðstaddir voru stjórn samtaka lungnasjúklinga, yfirlæknir lungnateymis, hjúkrunar- og teymisstjóri lungnateymis, hjúkrunarfræðingur lungnateymis, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Bestu þakkir fyrir þetta tæki en það mælir púls- og súrefnismettun og bætir þannig greiningu, meðferð og eftirlit hjá lungnasjúklingum.

Til baka