26.01.2017

Finnskir sjúkraliðanemar í námsdvöl

Undanfarnar þrjár vikur hafa tveir finnskir sjúkraliðanemar verið í námsdvöl innan hjúkrunar á Reykjalundi. Nemarnir eru frá North Karelia Municipal Education and Training Consortium í borginni Joensuu, sem er í austanverðu Finnlandi. Nú líður að lokum námsdvalarinnar og í þakkarskyni kynntu þau skólann sinn og heimaland fyrir starfsfólki á stuttum fundi og buðu til veislu með heimagerðum finnskum hrískökum og sælgæti.

Til baka