08.09.2016

Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar

Í dag er alþjóðadagur sjúkraþjálfunar og er hann haldinn hátíðlegur á Reykjalundi. Auk hefðbundinnar starfsemi með skjólstæðingum Reykjalundar hafa sjúkraþjálfarar Reykjalundar hafa sett saman sérstaka dagskrá í tilefni dagsins fyrir starfsfólk Reykjalundar og er dagskráin hér:

Við opnum húsið kl. 6.45

 Kl. 07.00 - 07.40  Byrjum daginn á vatnsleikfimitíma undir stjórn Ásþórs sjúkraþjálfara. Nú verður tekið á því. Um að gera að gefa sér smá stund eftir tímann í að slaka á í heita pottinum eða vatnsgufunni

 Kl. 8.30 - 8.45  Burt með vöðvabólgu og verki, tilvalinn tími fyrir þá sem vinna mikið við skrifborðið, Kristín R verður með háls og herðaleikfimi í samkomusal Reykjalundar

 Kl. 12.00 – 12.40  Starfsmannaleikfimi – hátíðarútgáfa í íþróttasalnum. Góðar uppbyggilegar æfingar sem reyna á,  þú vilt ekki missa af þessum tíma, sem dæmi má nefna FysioFlow (það allra nýjasta í dag), Pilates, jafnvægisæfingar, færniæfingar og sjálfsnudd svo eitthvað sé nefnt 

 Kl.14.00-15.30  Dekur í fögru umhverfi sjúkraþjálfunardeildarinnar, boðið er upp á heitan bakstur og vax einnig verkjameðferð á nálastungudýnu og nálakodda.

Til baka