15.03.2016
Reykjalundur fékk veglega gjöf, Fjölþjálfa - Nustep T5
Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarmanna í Reykjavík hefur gefið Reykjalundi veglega gjöf, Fjölþjálfa - Nustep T5. Fjölþjálfinn er staðsettur í færnisal Sjúkraþjálfunardeildar á þriðju hæð í Þjálfunarhúsi Reykjalundar og mun nýtast vel til úthaldsþjálfunar hjá mjög breiðum hópi skjólstæðinga Reykjalundar. Formleg afhending fór fram í Perlunni s.l. laugardag.
Til baka