Alþjóðadagur sjúkraþjálfara 8. september
Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í að aðstoða fólk sem býr við fötlun eða langvarandi heilsubrest í að ná markmiðum sínum, uppfylla möguleika sína og taka fullan þátt í samfélaginu.
Þetta var hluti af skilaboðum þúsunda sjúkraþjálfara um allan heim á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfara, 8. september.
Í tilefni að dagsins buðu sjúkraþjálfarar á Reykjalundi starfsmönnum upp á margs konar meðferð sem dæmi má nefna háls- og herðaæfingar og Zumba dans undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Einnig var boðið upp á slökun í heitum bökstrum og handavax fyrir þá sem þess óskuðu, sem vakti mikla lukku.
Þátttakan var geysi góð, rétt tæplega 100 starfsmenn tóku þátt eða um helmingur af starfsmönnum Reykjalundar og ekki var annað hægt að sjá en að starfsmenn nytu sín vel.
Til baka