24.06.2015

Áhrif birtingar í ritrýndu fagtímariti

Sykepleie og rehabikiteringMS rannsókn Jónínu Sigurgeirsdóttur hefur áhrif á þróun endurhæfingarhjúkrunar í Noregi. Endurhæfingarhjúkrun hefur verið viðurkennd sérgrein innan hjúkrunarfræði frá síðari hluta 20. aldar. Nýlega kom út bók um endurhæfingarhjúkrun hjá Gyldendal forlaginu í Noregi, (Romsland, Dahl og Slettebø, 2015), þar sem er vitnað í tímaritsgrein sem var byggð á meistaraverkefni Jónínu Sigurgeirsdóttur gæðastjóra um þarfir sjúklinga í endurhæfingu, með leiðsögn Sigríðar Halldórsdóttur prófessors við Háskólann á Akureyri. Jónína og Sigríður (2007) bentu á hve miklu máli sjálfsímynd skiptir þegar sjúklingar glíma við afleiðingar sjúkdóma eða slysa; auðsæranleiki, óöryggi og óvissa eru þættir sem huga þarf að. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að eftirfarandi þarfir væru ofarlega í huga þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda:

  • Þörf fyrir að takast á við og sætta sig við breyttan líkama, aðstæður og sjálfsímynd.
  • Þörf fyrir einstaklingshæfða umhyggju og tilfinningalegan stuðning.
  • Þörf fyrir öryggiskennd.
  • Þörf fyrir markvissa og áframhaldandi umönnun.
  • Þörf fyrir von, trú og bjartsýni.

Þar með hefur verið lagt eitt lóð á vogarskálar þróunar endurhæfingarhjúkrunar sem sérfræðigreinar.

Bókina má finna með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan og áhugasamir geta keypt hana beint frá forlaginu.
http://www.gyldendal.no/Faglitteratur/Sykepleie/Sykepleiefaget/Sykepleie-og-rehabilitering

Einnig má benda á að greinina sem vitnað er til í bókinni, um þarfir sjúklinga í endurhæfingu, Existential struggle and self-reported needs of patients in rehabilitation, má finna á vefsíðu Reykjalundar, með því að smella á tengilinn hér: Jónína Sigurgeirsdóttir, 2007.

Til baka