06.03.2015

Dagur sjúkraþjálfunar

Dagur sjúkraþjálfunar árið 2015 er haldinn hátíðlegur í dag föstudaginn 6. mars í Hörpunni.
Félag sjúkraþjálfara er 75 ára í ár og verður því boðið upp á margt fróðlegt og skemmtilegt í tilefni dagsins.

Samkvæmt upplýsingum þann 5. mars frá Ásdísi Kristjánsdóttur forstöðusjúkraþjálfara á Reykjalundi ætla sjúkraþjálfarar Reykjalundar að fjölmenna í Hörpuna á „Daginn“ og munu þeir einnig verða áberandi í pontu. Hlín Bjarnadóttir sjúkraþjálfari á greiningar- og gigtarsviði ríður á vaðið og verður fundarstjóri á morgundagskrá og þrír sjúkraþjálfarar verða með erindi. Jón Gunnar Þorsteinsson Sviðsstjóri verkjasjúkraþjálfunar verður með erindið: Fjarmeðferð á verkjasviði Reykjalundar. Sif Gylfadóttir Sviðsstjóri taugasjúkraþjálfunar verður með erindið: Starfræn einkenni-nálgun í líkamlegri þjálfun og Anna Sólveig Smáradóttir sjúkraþjálfari á taugasviði verður með erindið: Áhrif sérhæfðrar jafnvægisþjálfunar á líkamsstarfssemi, athafnir og þátttöku hjá fólki með MS sjúkdóm.

Reykjalundur óskar sjúkraþjálfurum landsins til hamingju með daginn.

Nánari upplýsingar um dagskránna má sjá hér

Til baka