09.02.2015

Heimsókn hjúkrunar- og iðjuþjálfunarnema

Margir hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Reykjalundar og líður vart sú vika að ekki komi gestir á staðinn. Föstudaginn 6. febrúar kom hér á fimmta tug nema frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Nemarnir eru þessa dagana í skoðunarferð á höfuðborgarsvæðinu og nýta ferðina til að kynna sér nokkrar stofnanir. Þau fengu sérstaka kynningu á hjúkrun, iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun í endurhæfingu, en einnig almenna kynningu um sögu endurhæfingar á Reykjalundi og þverfaglega teymisvinnu, ásamt gönguferð um húsið í fylgd starfsfólks.

Til baka