23.10.2014

Alþjóðadagur iðjuþjálfunar 27. október

Iðjuþjálfar um allan heim fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar þann 27. október.
Í tilefni dagsins verður iðjuþjálfunardeild Reykjalundar með opið hús milli kl. 14.00-16.00.

Hægt verður að ganga um húsakynni deildarinnar þar sem hluti af starfseminni verður kynnt. Kökubasar verður á staðnum þar sem ágóðinn rennur til fyrirhugaðrar kynningar- og námsferðar deildarinnar.

Til baka