29.09.2014

Starfsdagur faghópa 3. október

Að loknum sumarleyfum er nú tekin við hefðbundin starfsemi á Reykjalundi, sjúklingar komnir á skrið við að vinna að þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér og fagfólkið styður þá til þess.
Mikilvægur hluti af starfseminni er ígrundun fagfólks varðandi þá endurhæfingu sem veitt er. Það samræmist gildum Reykjalundar, sem eru Frumkvæði, Virðing og Árangur (frumkvæði að umbótum í starfi, virðing fyrir sjúklingum, vinnustað og samstarfsfólki og sú stefna að leitast við að ná árangri).
Fyrsti föstudagur í október hefur verið valinn sem árlegur starfsdagur faghópa og nú nálgast hann óðfluga. Þann dag hefur starfsfólk frátekinn tíma til að sinna faglegri skipulagsvinnu og sjúklingar fá leyfi frá Reykjalundi og geta notað tímann til að ígrunda þá fræðslu og leiðbeiningar sem þeir hafa fengið.

Dagdeildir verða því lokaðar föstudaginn 3. október og eina meðferðarstarfið sem fer fram þann dag er hjúkrun þeirra sem fá endurhæfingu á hjúkrunardeildinni Miðgarði, sem er sólarhringsdeild.      

Til baka