05.09.2014

Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar 8. september

VatnsleikfimiSjúkraþjálfarar um allan heim fagna alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar þann 8. september. Yfirskrift dagsins er HREYFING HEILSUNNAR VEGNA og við sjúkraþjálfarar á Reykjalundi höfum gert sér slagorð fyrir starfsmenn Reykjalundar og er það VERTU Í FORMI FYRIR STARFIÐ. Í tilefni að deginum bjóða sjúkraþjálfarar starfsmönnum Reykjalundar upp á margs konar heilsubætandi hreyfingu, sem dæmi má nefna háls- og herðaæfingar, vatnsleikfimiæfingar og Pilatesæfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara.

Til baka