27.06.2014

Hjólað hringinn

Hjólalið ReykjalundarHjólalið Reykjalundar tók þátt í WOW cyclothon og stóð sig með miklum sóma. Keppnin er liðakeppni sem felst í því að hjóla hringveginn alls 1.333 km á sem skemmstum tíma. Liðið kom í mark á 45 tímum og 13 mínútum sem er glæsilegur árangur hjá okkar fólki. Liðið skipuðu þau; Hjalti Kristjánsson, Ágúst Már Jónsson, Birgir Gunnarsson, Bergur Heimir Bergsson, Hrafnkell Óskarsson, Sif Gylfadóttir, Steinunn Heiðbjört Hannesdóttir og Lárus S Marinusson. Keppnin var jafnframt áheitasöfnun fyrir tækjakaup á Landspítalanum. Þegar þetta er skrifað hafa safnast rúmlega kr. 14 milljónir og hefur Hjólalið Reykjalundar safnað kr. 372.000 sem er frábært. Til hamingju Hjólalið Reykjalundar með þetta glæsilega afrek!

Til baka