03.06.2014

Dagur án tóbaks

Árlegum Degi án tóbaks var fagnað þann 31. maí síðastliðinn, um leið og kosið var til sveitarstjórna á Íslandi. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur valið 31. maí til að minna á það heilsufarstjón sem hlýst af tóbaksneyslu og í ár var sjónum sérstaklega beint að því hvernig má hafa áhrif á neyslumynstur í samfélaginu. Af þessu tilefni má finna  áhugaverða greiningu á tóbaksneyslu Íslendinga á heimasíðu Embættis landlæknis, en greiningin byggist á rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga 2012.

Til baka