03.04.2014

Reykjalundarkór afhentu Reykjalundi 1,1 m.kr. að gjöf

Fulltrúar Reykjalundarkórsins afhentu Reykjalundi 1,1 m.kr. að gjöf í gær. Upphæðin safnaðist á styrktartónleikum Reykjalundarkórsins þann 13. desember s.l. sem jafnframt voru lokatónleikar kórsins. Það voru þau Helga Steinþórsdóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir og Örn Harðarson sem færðu Birgi Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar gjöfina í gær. Reykjalundur þakkar öllum kórfélögum og styrktaraðilum tónleikanna kærlega fyrir framlagið sem verður nýtt til kaupa á svefnrannsóknartæki.

Til baka