19.11.2013

Afmælishátíð lungnaendurhæfingar

GestirÞverfagleg lungnaendurhæfing á Reykjalundi hófst formlega í október 1983. Í tilefni af 30 ára afmælinu var boðið til móttöku á Reykjalundi miðvikudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Á dagskrá voru fyrirlestrar, bæði um nýjungar í meðferðinni og um sögu lungnaendurhæfingar á Reykjalundi.

MunnhörpuspilararAð lokum spiluðu nokkrir lungnasjúklingar á munnhörpu undir stjórn Elfu Drafnar Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðings. Þau sýndu hvernig hægt er að nota munnhörpu sem hjálpartæki til að bæta öndunarvitund og er mjög skemmtileg viðbót við hefðbundnar öndunaræfingar. Munnhörpusveitin var óvænt og ánægjulegur endir á fróðlegri fyrirlestraröð.

HlaðborðÞað var mjög ánægjulegt hvað margir gestir mættu eða um 100 manns. Margir skoðuð nýja aðstöðu hjarta- og lungnarannsóknar ásamt nýrri aðstöðu iðjuþjálfunar á Reykjalundi.

Starfsfólk lungateymis Reykjalundar þakkar gestum fyrir komuna.

Til baka