05.11.2013

Hollvinasamtök Reykjalundar

Stjórn hollvinasamtaka ReykjalundarStofnfundur hollvinasamtaka Reykjalundar var haldinn laugardaginn 2.nóvember s.l. á Reykjalundi. Mæting á fundinn var afar góð eða rétt um 200 manns. Samkomusalurinn var því þétt setinn og þurftu sumir að standa. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fundarstjóri og stýrði samkomunni af röggsemi. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar flutti ávarp og Birgir Gunnarsson kynnti starfsemi Reykjalundar. Lög voru samþykkt fyrir samtökin og kosið í stjórn.

HollvinirHaukur Leósson var kjörinn formaður og aðrir í stjórn þau; Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ásbjörn Einarsson og Stefán Sigurðsson og varamenn Jón Ágústsson og Bjarni Ingvar Árnason.

Á fundinum var samþykkt að árgjald skyldi verða kr. 5.000 og að fullgildir félagsmenn yrðu þeir sem greiða árgjaldið hverju sinni.

FánarDiddú söng fjögur lög við undirleik Önnu Guðnýjar og fórst það afar vel úr hendi eins og henni er von og vísa. Að lokum ávarpaði nýkjörinn formaður fundinn, þakkaði traustið og bauð fundarmönnum að þiggja veitingar. Rétt er að benda á að þeir sem vilja gerast hollvinir geta gert það á heimasíðu Reykjalundar eða með því að hringja í síma 585-2000.

Til baka