13.09.2013

Nýr vefur hreyfitorg.is

Reykjalundur er einn af bakhjörlum Hreyfitorgs nýrrar gagnvirkrar vefsíðu hreyfitorg.is sem verður formlega opnuð í húsnæði ÍSÍ kl 14:00 í dag. Síðunni er ætlað að tengja annars vegar þá sem standa að tilboðum til hreyfingar (þjónustuaðila) og hins vegar þá sem leita eftir slíkri þjónustu (notenda). Þarna verður því til einskonar markaðstorg fyrir hreyfingu.
Embætti Landlæknis hefur stýrt uppbyggingu Hreyfitorgs ásamt verkefnahópi frá samstarfsaðilum: Reykjalundi, ÍSÍ, VIRK, Læknafélagi Íslands, Félagi sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélagi Íslands og Ungmennafélagi Íslands.

Til baka