03.05.2013

Gjöf frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga

Þann 24. apríl 2013 var Reykjalundi fært að gjöf frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga málverk af Valgerði Helgadóttur sem var fyrsti hjúkrunarforstjóri hér á Reykjalundi (jan 1945 – ágúst 1961). Valgerður var ráðin áður en fyrstu sjúklingar voru innritaðir, til að skipuleggja starfsemina ásamt Oddi Ólafssyni lækni. Valgerður fæddist í Reykjavík 1902 og dó þar árið 2001.

Til baka