07.11.2012

9. Vísindadagur á Reykjalundi 2012

Vísindadagur á Reykjalundi verður haldinn í níunda sinn á Reykjalundi föstudaginn 16. nóvember n.k. Þar munu starfsmenn Reykjalundar kynna niðurstöður rannsókna sinna bæði með erindum og veggspjöldum. Endurhæfing snertir flestar hliðar mannlífsins og eru því sjónarhorn rannsakenda margbreytileg. Dagskráin hefst klukkan 13.00 og stendur til 16:00 og hana mun verða hægt að sjá innan skamms á heimasíðu Reykjalundar. Allir eru hjartanlega velkomnir á 9. Vísindadag Reykjalundar 2012.

Til baka