27.08.2012

Viðurkenning frá Umhverfisnefnd

Sveinn Sveinsson 

Reykjalundur fékk viðurkenningu frá Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar sem afhent var við hátíðlega athöfn í Hlégarði í gær. Forstjóri Reykjalundar ásamt Sveini Sveinssyni umsjónarmanni lóðar tóku á móti viðurkenningunni. Á viðurkenningarskjalinu stendur:

„Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir Reykjalundi viðurkenningu fyrir sérlega snyrtilegt umhverfi og lóð sem hefur verið til fyrirmyndar í áratugi“.

Fyrst og fremst er þetta viðurkenning fyrir það frábæra starf sem Sveinn og krakkarnir í útivinnunni hafa unnið á undanförnum árum við að fegra umhverfi Reykjalundar.

Til baka