14.06.2012

Aðstöðumál iðjuþjálfunar og starfsendurhæfingar

Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir við breytingar á húsnæði iðjuþjálfunar og starfsendurhæfingar. Nú þegar verður hafist handa við að ljúka hönnun húsnæðisins og gera kostnaðaráætlun fyrir verkið og á að ljúka þeirri vinnu fyrir lok sumars. Verklegar framkvæmdir ættu þá að geta hafist í haust og er áformað að ljúka framkvæmdum um mitt næsta ár. Það er mikið gleðiefni að loksins verði bætt úr brýnni þörf fyrir úrbætur á vinnuaðstöðu iðjuþjálfunar og starfsendurhæfingar.

Til baka